Marflær

Amphipda (Scuds)

Marflærnar eru sennilega þekktastar og jafnframt algengustu smákrabbadýrin við botninn. Margar tegundir marflóa þekkjast hér við land, en erfitt er að greina þær í sundur. Ef velt er við steinum eða þarabrúskar hristir, sjást fjöruflær (Gammarus spp.) oft skjótast um.

Aðrar tegundir marflóa eru algengari þegar dýpra dregur, sumar lifa niðurgrafnar að mestu en aðrar eru frítt lifandi.

Einnig er til sérstakur hópur sviflægra marflóa. Þær eru oftast dökkar að lit, með mjög stór augu og áberandi í svifsýnum þó að ekki sé mikið af þeim. Þær lifa flestar sem sníkjudýr á marglyttum.

Sérkennilegasta marflóategundin er sennilega þanggeitin, hún er með sína eigin síðu.

Áður fyrr var talið að marflær hefðu lækningarmátt, átti þá annaðhvort að sjóða þær í mjólk eða éta lifandi.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This