Pólrækja

Lebbeus polaris (Polar shrimp)

Pólrækja er ein margra rækjutegunda sem þrífast í sjónum við Ísland. Hún er ekki nytjategund eins og kampalamparnir en þeim mun fallegri segja sumir.

Eins og nafnið gefur til kynna vill pólrækjan kaldan sjó, hún finnst því aðallega norðan við Ísland. Hún finnst á mjög víðu dýptarsvið eða allt frá grunnsævi niður að meira en 600 m dýpi.

Hún lifir í köldum sjó bæði í Norður Atlantshafi og Norður Kyrrahafi.

Hún lifir á allskonar botngerðum og virðist mest éta ýmis smá botndýr.

Pólrækjan virðist sækja í samstarf með öðrum lífverum. Í djúpsjó sést hún gjarnan með sæfíflum þar sem hún étur það sem fellur af borði þeirra og fær líka vernd.

Á grunnsævi hefur hún sést í steinbítshreiðrum. Þær skríða jafnvel um skrokkinn á steinbítnum (sem er stór fiskur með gríðarsterka kjálka) og tína upp fæðuleifar. Vel mé vera að steinbíturinn njóti góðs af þessu og pólrækjan losi hann við óværu. Við kóralrif þekkjast vel rækjutegundir sem beinlínis hafa það starf að þrífa óværu af stærri lífverum, kannski pólrækjan starfi líka við það.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This