Slöngustjörnur
Ophiuroidea
Slöngustjörnur eru náskyldar krossfiskum. Þær eru samansettar úr vel afmörkuðum kringlóttum miðjudiski og fimm mjóum, löngum og vel hreyfanlegum örmum út frá honum.
Þær eru ekki eins mikil rándýr og krossfiskarnir en éta mikið af botnseti að því að talið er.
Þó skyld séu, eru hreyfingar slöngustjarna allólíkar krossfiska. Krossfiskar færa sig silalega eftir botninum með hjálp sogfótanna en slöngustjörnur hreyfa sig með örmunum fimm og geta komist nokkuð hratt yfir.
Slöngustjörnur eru yfirleitt fremur litlar, en þó eru til stórvaxnar tegundir eins og til dæmis marflækjan sem sjómenn hér verða stundum varir við. Þær eru einnig sérstakar að því leiti að hver armur er marggreindur.
HÞV