Rauði púðakrossi

Porania pulvillus

Rauði púðakrossi er bústin krossfiskategund með þykkan miðdisk og fimm stutta og þykka arma. Yfirborðið er slétt og slímugt viðkomu. Tegundina er að finna í Austur-Atlantshafi frá Biskajaflóa til Íslands og Noregs. Hún finnst einnig í Vestur-Atlantshafi frá Karólínu til Nýfundnalands. Rauði púðakrossi lifir á víðu dýptarsviði frá þaraskógum á grunnsævi niður að um 1000 m dýpi.

Rauða púðastjarnan er skærlituð og getur verið rauð, appelsínugul, fjólublá eða gul. Neðri hliðin er ljósari. Þessi tegund er að mestu setæta, sem þýðir að hún nærist að mestu á lífrænum leifum á hafsbotninum.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This