Myndbönd um lífið í hafinu við Ísland
Hafið við Ísland er nánast óendanlegur leikvöllur fróðleiks og forvitni.
Hérna ætlum við að setja inn áhugaverð myndbönd og annað efni sem kveikt getur áhuga.
Öll myndböndin koma frá Erlendi Bogasyni kafara og þætti okkur vænt um að haft yrði samband við hann ef nota á myndböndin, við viljum gjarnan vita af því hvar þau eru notuð.
Ábendingar varðandi vefinn má gjarnan senda til vefstjóra
Gerð myndbandanna var styrkt af Rannsóknarsjóði síldarútvegsins.
Sjávarlíf kynnir
Þessi myndbönd voru unnin með styrki frá Rannsóknarsjóði Síldarútvegsins. Myndböndin eru 3-8 mínútur að lengd og innihalda einstakar myndir frá Erlendi Bogasyni kafara en hann semur einnig og les textana við myndböndin. Skjátexta á íslensku má einnig kalla fram við myndböndin.
Hellaköfun í Vestmannaeyjum
Að kafa inn í helli til að skoða lífríki sem maður hefur aldrei séð áður er upplifun sem gleymist seint. Við Íslandsstrendur eru nefnilega tegundir sem hvergi finnast annarsstaðar.
Flakið við Hrísey
Við Hrísey fórst stór hluti af norska síldarflotanum í gjörningaveðri árið 1884. Talið er að um 40 skip hafi sokkið, strandað eða skemmst og ef til vill höfum við fundið leyfar af einu?
Rannsóknir á Strýtunni
Strýtan í Eyjafirði er einstök í heiminum en hún er grynnsta strýta sem fundist hefur á jörðinni og þó hún sé alfriðuð þá eru rannsóknir leyfðar á henni á afmörkuðu svæði. Við fylgjumst með.
Næturköfun
Þegar farið er í næturköfun geta birst lífverur sem við sjáum vanalega ekki þegar við köfum á daginn, og margar sem við höfum aldrei séð áður!
Rannsóknir á stórþara
Við fylgjumst með hvernig rannsóknir á stórþara úti fyrir Norðurlandi fara fram og kynnumst tilraunum til ræktunar beltisþara sem hægt er að borða eða baða sig upp úr.
Kafarinn og rannsóknir hans á fiskum
Margt er hægt að læra með því að horfa í hegðun fiska og rannsaka hormón sem þeir gefa frá sér við ýmsu aðstæður.
Neðansjávar rannsóknir á kalkþörungum
Þó svo kalkþörungar brotni og molni þá eru þeir plöntur og mikilvægur griðastaður fyrir smágerða lífríki hafsins.
Hvernig ferðast fiskarnir og hin dýrin í sjónum?
Lífið í hafinu er fjölbreytt og ferðamátar lífríkisins einnig, við skoðum mismunandi aðferðir lífveranna til að ferðast og hreyfa sig.