Beltisþari

Laminaria saccharina

Beltisþarinn er einn af hinum stóru þörum sem eru i raun trén í þaraskógunum. Hann er með stuttan stilk en eitt langt óklofið blað sem líkist því nokkuð belti. Hann getur orðið allt að 5 metra langur en algeng stærð er 1,5 til 2 metrar. Beltisþarinn getur orðið um 5 ára gamall.

Stórþarategundir skipta nokkuð með sér búsvæðum. Beltisþarinn er til dæmis ríkjandi þar sem miklar sveiflur eru í hitastigi og seltu, t.d. neðarlega í fjöru, innarlega í fjörðum og við árósa. Beltisþarinn þolir hinsvegar ekki mikinn sjógang, þar sem sjógangur er mikill er hrossþarinn (Laminaria digitata) ráðandi, hann er með mjög svegjanlegan stilk sem getir honum kleyft að þrífast þar. Annar staðar er það stórþarinn (Laminaria hyperborea) sem stjórnar. Þannig aðlaga lífverur sig að mismunandi búsvæðum, enginn hefur efni á að vera bestur í öllu.

Beltisþarinn finnst á köldum sjó á öllu norðurhveli jarðar bæði í Atlantshafi og í Kyrrahafi. Hann finst allt í kringum Ísland frá neðsta hluta fjöru og allt niður á ujm 25 metra dýpi. Þar fyrir neðan er ekki nóg ljós til að hann geti ljóstillífað.

Vel er hægt að éta beltisþarann, best er að þurka hann við lágan hita og rista svo.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This