Bogkrabbi

Carcinus maenas (European green crab)

Bogkrabbinn (eða strandkrabbi) er lítil, yfirleitt grænleit, krabbategund sem er algeng við Ísland. Hann er sérstaklega algengur við suðurströnd Íslands en hefur einnig nýlega fundist í kaldari sjó við norðurströndina.

Hann finnst út um allan heim nema í hitabeltinu. Það var hinsvegar ekki alltaf svo því hann er svokölluð ágang tegund. Áður fyrr lifði hann bara við strendur Evrópu. Hann hefur hinsvegar borist út um allan heim og finnst núna alls staðar nema í hitabeltinu. Líklega hefur hann borist með kjölvatni skipa.

Bogkrabbinn finnst yfirleitt á grunnsævi, frá fjöruborði niður á nokkurra tuga metra dýpi. Hann þolir miklar hita og seltusveiflur og getur jafnvel lifað á þurru í nokkra daga. Hann hefur líka mjög breiðan matarsmekk, étur eiginlega það sem tönn á festir.

Líklega er það ástæða þess hve auðveldlega hann hefur dreift sér um heiminn, hann finnur alltaf eitthvað sem hann getur étið og þolir við í alls konar umhverfi. Það er líka ástæðan fyrir því að litið er á hann sem skaðvald því hann veldur usla í framandi vistkerfum. Bogkrabbinn er ekki veiddur hér við land, hann þykir of lítill. Hinsvegar er hann veiddur í Evrópu.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This