Dreyrafjöður
Delesseria sanguinea
Dreyrafjöður telst til hóp rauðþörunga. Hún getur orðið 10 til 30 cm há og er fagurrauð að lit. Blöð dreyrfjaðarinnar byrja að vaxa seinni hluta vetrar og eru fullsprottin seint á vorin. Seint að sumri og þegar það fer að hausta rifnar blaðfaldurinn frá miðstregnum sem lifir af veturinn. Eftir miðjan vetur vaxa ný blöð og gerir það þörunginn fjölæran.
Útbreiðsla
Dreyrafjöðurin vex í kringum allt Ísland en er þó heldur sjaldgæfari við Austurland. Þá vexur hún á klöppum eða stórgrýti og finnst hún frá neðri mörkum fjörunnar og niður á um 25 m dýpi. Dreyrafjöðurin er algeng innan um stórþara og vex stundum neðst á stilkum þarans. Dreyrafjöður finnst eingöngu við strendur Evrópu í Norður-Atlantshafi. Þar vex hún frá Hvítahafi í norðri suður til Ermasundsstrandar Frakklands.
Nýting
Dreyrafjöðurin er ekki nýtt hér á landi en hefur hún verið nýtt í snyrtivörur.