Klóþang

Ascophyllum modosum

Klóþangið er einn algengasti botnþörungurinn í fjörum Íslands og reyndar einn agengasti botnþörungurinn í öllu Norður Atlantshafinu. Það finnst bæði við austurströnd Norður Ameríku og við Evrópu. Það kann best við sig þar sem sjór er kaldur. Klóþangið er brúnþörungur en er þó grænt á lit. Það er langt, greinótt og kræklótt, blöðin eru mjög lítil og er því auðgreinanlegt frá öðrum algengum brúnþörungum. Loftfylltar bólur eru víða á stönglinum. Tilgangur þeirra er að halda þanginu uppréttu þegar flóð er.

Klóþangið er einn af fáum þörungum við Ísland sem er nýttur reglulega. Um það bil 20 þúsund tonn eru skorin upp árlega í Breiðafirði og unnin á Reykhólum. Úr klóangi er hægt að vinna mjöl sem er fóður fyrir aðrar dýrategundir og algín sem hægt er að nota sem bindiefni í matvælaiðnaði.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This