Krókskel

Serripes groenlandicus (Greenland cockle)

Ýmsar stórar samlokutegundir eru til hér við land sem ættu alveg að vera nýtanlegar ef þær fyndust í nægilegu magni. Það á við um krókskelina.

Hún lifa að mestu niðurgrafnar í botnsetið á grunnsævi niður að rúmlega 100 metra dýpi. H

ún finnst oft með kúfskel og verða þær svipaðar að stærð. Krókskelin vex mun hraðar og má þekkja frá kúfskelinni af því að krókskelin er þynnri og tengslin sem halda skeljunum saman ekki eins sterk og hjá kúfskelinni. Krókskelin er þó með frekar þykka skel miðað við flestar aðrar tegundir en kúfskelina.

Ungar krókskeljar eru brúnflekkóttar og fallega sléttar og gljáandi en þær verða hrjúfar og öldóttar með aldrinum.

Krókskelin er í raun amerísk kaldsjávartegund, finnst frá Þorskhöfða til Grænlands og Íslands sem er eini staðurinn sem hun finnst í Evrópu. Hún finnst líka í Norður Kyrrahafi.

Krókskelin er ágæt til átu, skyldar tegundir eru nýttar víða erlendis þar sem farið er á fjöru á háflæði og þær krakaðar upp úr botninum með hrífu. Krókskelin er ekki óalgeng hér við land en óvíst hvort magnið sé nægt til að það borgi sig að nýta hana.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This