Olnbogaskel
Testudinalia testudinalis (Common tortoise limpet)
Nokkrar sniglategundir eru svo ekkert sérlega sniglalegar. Olnbogaskel og meyjarhetta (Acmea virginea) eru ólíkar öðrum sniglum að því leyti að skelin er hettulaga en ekki snúin.
Þær soga sig fasta á steina og þara þannig að þær þola mikinn ágang sjávar. Þannig verjast þær einnig óvinum því afar erfitt er að losa þær af.
Báðar eru þessar tegundir eru algengar í grýttum fjörum og grunnsævi í þaraskógum allt í kringum Ísland. Olnbogaskelin er sérstaklega algeng.
Þar ná þær í fæðu með því að skrapa upp þörungaskán. Olnbogaskelin finnst á öllu norðurhveli jarðar, bæði í Atlantshafi og í Kyrrahafi.
HÞV