Humar Nephrops norvegicus Einungis ein humartegund lifir við Ísland, leturhumar. Erlendar humartegundir geta margar hverjar orðið mjög stórar, jafnvel það stórar að einn humar dugir í matinn fyrir eina manneskju. Ameríkuhumarinn er stærstur en hann hefur fundist hér...
Hvalir Megaptera novaeangliae Hnúfubakur verður mest um 17 m lengd og 40 tonn, meðalstærð er um 32 t. Hann er með kubbslegra byggingarlag en reyðhvalirnir og því ekki eins hraðsyntur. Hnúfubakurinn er hins vegar mun leikglaðari og forvitnari að eðlisfari. Hann er...
Projects Phoca vitulina Hér við Ísland kæpa tvær selategundir: útselur og landselur. Landselurinn er algengasti selurinn við Ísland og finnst allt í kringum landið. Hann sést oftast nálægt landi, oft innan um sker og smáar eyjar, en einnig á sandfjörum og í árósum....
Klóþang Ascophyllum modosumKlóþangið er einn algengasti botnþörungurinn í fjörum Íslands og reyndar einn agengasti botnþörungurinn í öllu Norður Atlantshafinu. Það finnst bæði við austurströnd Norður Ameríku og við Evrópu. Það kann best við sig þar sem sjór er kaldur....
Desmarestia aculeata Kerlingahár er þráðlaga og greinóttur þörungur sem líkist einna helst einhverskonar þráðaflækju. Ef vel er skoðað sést þó að þarna er brúnþörungur á ferð og eru blöð hans orðin að nokkurs konar þyrnum. Kerlingahár festir sig á klappir eða grjót og...
Rauðþörungur Phycodrys rubens Skarðsfjöðurin er lítill rauðþörungur sem verður um 30 cm langur. Stilkur og greinar eru mjóar og greinóttar, á enda þeirra er rautt og þunnt blað. Skarðsfjöðurin þykir líkjast pínulítilli eik og heitir því sjávareik á ensku. Hún er...
Hryggleysingjar HydrozoaHveldýr eru í fylkingu holdýra, þar af leiðandi eru þau skyld kóraldýrum og marglyttum. Hveldýr eru smá rándýr sem finnast bæði algeng sem hveljur- og separ, í raun ganga margar tegundir í gegnum bæði stigin. Hveljustigið líkist litlum...
Grænhimna Monostroma grevilleiGrænhimnu er hægt að finna um miðja fjöru og vex hún á grýttum botni innan um annan þara. Grænhimnan ber nafn sitt af hinum skær græna lit sem hún ber. Grænhimnan byrjar að vaxa snemma vors og þekur þá grýttan botn í sínum skærgræna lit...
Fiðurþang Ptilota gunneriFiðurþang eða fiðurþari er fallegur rauðþörungur sem finna má sem undirgróður í þaraskógunum. Greinarnar líkjast fjöðrum og kemur nafnið þaðan. Fiðurþangið vex gjarnan á öðrum lífverum svo sem svömpum eða stærri þarategundum. Það verður allt...
Dreyrafjöður Delesseria sanguineaDreyrafjöður telst til hóp rauðþörunga. Hún getur orðið 10 til 30 cm há og er fagurrauð að lit. Blöð dreyrfjaðarinnar byrja að vaxa seinni hluta vetrar og eru fullsprottin seint á vorin. Seint að sumri og þegar það fer að hausta rifnar...
Pípuormar Í stórum dráttum má skipta burstaormum í tvo flokka. Frítt lifandi ormar hafa ekki fasta búsetu en skríða um botninn í leit að fæðu en rör- eða pípuormarnir búa sér til göng eða pípur af einhverju tagi sem þeir lifa svo í allt sitt líf. Pípur þessar geta...
Brúnslý Ectocarpus siliculosus Brúnslý er þráðlaga brúnþörungur og er hver þráður bara ein fruma að breidd. Það vex á föstu undirlagi, oft á öðrum þörungum. Þræðirnir eru það fínir að þeir eru eins og slý viðkomu. Það finnst svo að segja um öll höf, frá...
Acrosiphonia arctaBrimsskúfur er einn af algengustu grænþörungunum í íslenskum fjörum. Þetta er þráðlaga og greinóttur þörungur sem myndar 5 til 10 cm græna brúska eða mottur á botninum þegar sjór er yfir. Á þurru líkist hann hinsvegar slí-klessu.Brimskúfurinn fínnst...
Brimkló Ceramium virgatum Brimklóin er lítill greinóttur rauðþörungur sem getur orðið um 30 cm langur. Brimklóin finnst víða í fjörum og rétt neðan fjörumarka. Hún vex á steinum eða á öðrum stærri þörungum. Brimklóin finnst út um allan heim, á suðurhveli, norðurhveli,...
Brúnþörungar Fucus vesiculosus Bóluþang telst til flokks brúnþörunga of finnst hún víða við Íslandsstrendur þar sem eru klappir eða grýttur botn. Finnst bóluþangið helst við miðja fjöruna. Bóluþang dregur nafn sitt af loftfylltum hnöttóttum blöðrum sem eru yfirleitt...
Þörungar Laminaria saccharina Beltisþarinn er einn af hinum stóru þörum sem eru i raun trén í þaraskógunum. Hann er með stuttan stilk en eitt langt óklofið blað sem líkist því nokkuð belti. Hann getur orðið allt að 5 metra langur en algeng stærð er 1,5 til 2 metrar....
Sandkoli Limanda limanda Sandkoli er lítill samanborið við aðra flatfiska sem teljast til nytjategunda hér, yfirleitt á bilinu 20 til 35 cm að lengd. Sá stærsti sem fundist hefur hér við landi var 48 cm, sem er heimsmet. Sandkolinn er nokkuð líkur litlum skarkola en...
Fiskar Squalus acanthias Háfurinn er lítil til miðlungsstór háfategund, sá stærsti sem mælst hefur á Íslandsmiðum var 114 cm. Útbreiðsla Hann finnst allt í kringum landið, en er sjaldgæfur í kaldsjónum úti fyrir Norðurlandi. Þrátt fyrir að ekki sé mikið af háf á...
Mytilus edulis Bláskel eða kræklingur, er mjög algeng hér við land og finnst í flestum fjörum þar sem undirlag er fast. Hún er algjör grunnsjávar- og fjörutegund og hangir á límþráðum á föstu undirlagi, t.d. fjörusteinum eða bryggjustólpum. Hún er því oft á þurru við...
Sandhverfa Scophthalmus maximus Sandhverfa er stór og næstum því fullkomlega kringlóttur flatfiskur. Hún snýr öfugt miðað við flesta aðra íslenska flatfiska. Það er að segja að flestir snúa vinstri hliðina upp (þar sem augun eru) en sandhverfan (einnig stórkjaftan)...
Skötuselur Lophius piscatorius Skötuselurinn er með stóran haus og mjög stóran kjaft með beittum tönnum. Margir vilja meina að hann sé á meðal ljótustu fiska hafsins. Þrátt fyrir útlitið er hann verðmætur því að hann þykir ljúffengur á bragðið. Útbreiðsla Áður fyrr...
Beinfiskar Microstomus kitt Þykkvalúran, sem er oft kölluð sólkoli, er miðlungsstór frekar samanrekinn flatfiskur, yfirleitt um 30 cm langur, en stærsti einstaklingurinn sem veiðst hefur á Íslandsmiðum mældist 63 cm. Heimkynni Hún finnst allt í kringum landið, en er...
Sæbjúga Holothuroidea Sæbjúgun geta verið nokkuð fjölbreytileg í útliti. Brimbúturinn (Cucumaria frondosa) er stærsta og algengasta tegundin hér við land. Hann líkist í grundvallaratriðum sláturkepp og er stærðin jafnvel svipuð. Sæbjúgnaveiðar hófust hér við land árið...
Hryggleysingjar PoriferaSvampar eru dýr, en líkjast þó öðrum dýrum afar lítið. Einna helst líkjast þeir mosa eða fléttum á landi en eru algjörlega óskyldir þeim. Þeir eru með mjög einfalda líkamsbyggingu, eru nokkurs konar millistig þess að vera sambýli einfrumunga og...
Ýsa Melanogrammus aeglefinusÝsan er frekar stór þorskfiskur þótt hún sé allajafna minni en frændi hennar, þorskurinn. Algeng lengd í afla er frá 50 til 65 cm. Stærsta ýsan sem veiðst hefur á Íslandsmiðum mældist 112 cm.ÚtbreiðslaÝsan er algeng allt í kringum Ísland...
Skrápdýr Echinus esculentus Ígulkerin hafa verið rannsökuð hvað best skrápdýra við Ísland og eru nokkrar tegundir þekktar. Á grunnslóð allt í kringum Ísland eru marígullinn og skollakoppurinn langalgengastir. Marígullinn er rauðleitur að lit og stærri en...
Neptunea despecta Margar tegundir kónga finnast hér við land. Hafkóngurinn er til dæmis afar algengur. Ólíkt beitukónginum hefur hafkóngurinn eiturkirtil sem þarf að fjarlægja áður en hann er borðaður. HÞV IMG_1366 IMG_9887 IMG_9295 IMG_1365 IMG_9297 IMG_0441...
Buccinum undatum Nokkrar tegundir stórra snigla finnast hér við land. Beitukóngurinn er líklega algengastur þeirra og jafnframt eina tegundin sem veidd er á Íslandsmiðum. Hann getur náð allt að 15 cm hæð. Hann finnst allt í kringum Ísland á breiðu dýptarsviði, frá...
Holdýr Cyanea capillata Marglyttur eru þekktustu holdýrin og er hveljustigið langmest áberandi meðal þeirra. Hveljustig marglyttunnar er kynþroskastig hennar og þá sleppir hún kynfrumum sem breytast í lirfur. Þessi lirfustig setjast svo til botns sem litlir separ og...
Amblyraja radiataTindaskatan (líka kölluð tindabikkja) er smágerð skötutegund, yfirleitt ekki meira en 70 cm löng en getur þó náð allt að 100 cm.ÚtbreiðslaHún finnst allt í kringum landið og er í raun ein útbreiddasta fisktegundin á Íslandsmiðum . Hún er algeng á 20...
Krabbadýr Caprellidae Marflær eru sennilega þekktustu og jafnframt algengustu smákrabbadýrin við botninn. Ef velt er við steinum eða þarabrúskar hristir, sjást fjöruflær oft skjótast um. Sérkennilegasta marflóategundin er sennilega þanggeitin. Hún er mjóslegin, löng...
Beinfiskar Sebastes norvegicusGullkarfinn er einn af algengustu og mikilvægustu nytjafiskum á Íslandsmiðum.ÚtbreiðslaHann finnst allt í kringum landið bæði nálægt botni og miðsævis (yfirleitt um nætur). Hann getur því flokkast sem botnfiskur með uppsjávarhneigð....
Ufsi Pollachius virens Ufsinn er stór þorskfiskur, yfirleitt á bilinu 70 til 110 cm langur í afla. Stærsti einstaklingur sem veiðst hefur á Íslandsmiðum mældist 132 cm. Útbreiðsla Ufsi finnst allt í kringum Ísland, en er sjaldgæfari í kaldsjónum norðan og austan við...
Steinbítur Anarhichas lupus Steinbítur er langur og hausstór fiskur með stórar og sterkar tennur. Algengt er að hann sé 60 til 110 cm langur og 2,5 til 15 kg. Hann hefur kúpt enni og þykkar varir. Fjórar stórar, bognar vígtennur eru fremst í hvorum skolti og fyrir...
Þorskur Gadus morhua Þorskurinn er líklega mikilvægasti fiskur Íslands, kannski mikilvægasta dýr Íslands? Útbreiðsla Þorskurinn er einn algengasti fiskurinn í öllu norðanverðu Norður-Atlantshafinu. Við Ameríku finnst hann frá Þorskhöfða í suðri og norður í Baffinflóa....
Marhnútur Myoxocephalus scorpius Marhnúturinn er einn af þekktari fiskum Íslands, allavega meðal þeirra sem dorga af bryggjum. Það þykir hinsvegar frekar óvirðulegt að veiða hann og fáir sækjast eftir honum. Svo er hann líka alsettur göddum og getur stungið. Þetta er...
Loðna Mallotus villosus Loðnan er ein mikilvægasta fisktegundin á Íslandsmiðum. Hún er ekki bara mikilvægur nytjafiskur heldur gegnir hún lykilhlutverki í fæðukeðju hafsins sem milliliður milli dýrasvifs og stærri fiska. Flestar tegundir fiska, sérstaklega botnfiskar,...
Litli Karfi Sebastes viviparus Litli karfi er minnsta karfategundin við Ísland. Útbreiðsla Hann finst á landgrunninu víða í Norðaustur-Atlantshafi, frá Barentshafi til Íslands og þaðan niður til Írlands og Norðursjávar. Hér er hann er mjög algengur í hlýrra sjónum við...
Anarhichas minor Hlýrinn er líkur náfrænda sínum steinbítnum að mörgu leyti, nema hann hefur bletti líkt og hlébarði. Hann getur líka orðið stærri eða allt að 144 cm langur. Óstaðfestar heimildir benda til þess að hann geti náð 180 cm hámarksstærð. Útbreiðsla Hann...
Sprettfiskur Pholis gunnellus Sprettfiskur er lítill og mjóslegin fiskur, hann er yfirleitt gulleitur á litinn og með svarta bletti á bakugga. Hann er algjör grunnsjávartegund og er sennilega sú fisktegund sem einna auðveldast er að finna í fjöru. Því þekkja margir...
Sjávarlíf.is notar vafrakökur til greiningar, til að auka virkni vefsins og bæta notendaupplifun. Við vonum að það sé í lagi þín vegna. PersónuverndarstefnaÍ LAGI
Privacy & Cookies Policy
Privacy Overview
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.