Sæfluga

Clione limacina

Vængsniglar eru sérkennilegir sniglar. Þeir eru einstakir í þeim hópi vegna þess að þau synda eða svífa stöðugt um í úthagfinu í stað þess að vera hægfara botndýr eins og flestir aðrir sniglar. Sem aðlögun að þessu uppsjávarlífi hafa vængsniglarnir annað hvort þróað með sér mjög þunnt skel eða hafa alveg misst skel sína.

Sæflugan sem hér er, hefur enga skel lengur sem fullorðið dýr. Þessi tegund er á bilinu 1-8 cm löng að stærð og er stór miðað við aðra vængsnigla. Tvær aðrar tegundir vængsnigla, Limacina helicina og L. retroversa hafa mjög þunna skel og eru mun minni en sæflugan (<7 mm). Sæflugan og L. helicina eru kaldsjávartegundir og eru því nokkuð algengar við norður- og austurströnd Íslands þar sem sjórinn er kaldastur. L. retroversa finnst hins vegar úti fyrir suður- og suðvesturlandi vegna þess að hún vil vera hlýrra vatn. Þessi litlu svifdýr finnast um allan heim.

Sæflugan heitir sæengill á ensku en er þó enginn engill. Hún étur nánast ekkert nema litlu ættingja sína, helicina og L. retroversa. Ef þeir eru ekki til staðar getur hún lífað í allt að ár án þess að éta nokkuð. Limacia tegundirnar nærast á svifi sem þeir veiða með slímneti sem þeir seyta.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This