Sæsól

Crossaster papposus (Common sunstar)

Ólíkt flestum öðrum krossfiskum hér við land (nema hagalfiskinum) er Sæsólin með fleiri en 5 arma. Reyndar eru þeir mismargir eftir einstaklingum, yfirleitt 10 til 12.

Hún verður allt að 35 cm að þvermál. Sæsólin er rauð, rauðgul eða fjólublá á litinn með reglulegu munstri út frá miðjudisknum. Armarnir eru tiltölulega stuttir miðað við aðra krossfiska.

Sæsólin finnst í köldum sjói á norðurhveli jarðar, bæði í Norður Atlantshafi og í austanverðu Norður Kyrrahafi. Hún finnst a landgrunninu norðan og austan við Ísland og aðallega á hörðum eða grófum botni.

Sæsólin er rándýr og hrææta eins og flestir krossfiskar. Hún étur ýmsa botnhryggleysingja og jafnvel aðra krossfiska.

HÞV

Pin It on Pinterest

Share This