Um vefinn

Erlendur Bogason kafari hefur um langt árabil safnað myndum af sjávarlífverum og hafsbotni. Á vefnum sjavarlif.is er birt einstakt myndefni sem hann hefur tekið neðansjávar við Íslandsstrendur. Þetta efni mun nýtast við rannsóknir og fræðslu fyrir sjávarútveg og almenning. Myndefnið flokkast í nokkra flokka sem innihalda bæði ljósmyndir og myndbönd.
 
Verkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði síldarútvegsins, Fiskifélagi Íslands og Háskólanum á Akureyri. Vefurinn var opnaður á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í nóvember 2019.
 
Vefurinn er í vinnslu. Fjölmargir efnisflokkar eiga eftir að bætast við á næstunni og við fögnum öllum ábendingum um það sem má betur fara.
 
 
Hafðu samband:
Athugasemdir varðandi vefinn: sjavarlif@gmail.com
Erlendur Bogason, kafari og ljósmyndari: erlendur@eyjar.is
Vegna reikninga og innheimtu: gudruna@unak.is

Eigandi: Unnur Ægis ehf.

Ljósmyndir: Erlendur Bogason
Textar: Hreiðar Þór Valtýsson
Vefhönnun og uppsetning: Dagný Reykjalín hjá Blek

Pin It on Pinterest

Share This